Merkimiðar til útprentunar fyrir handgerðar flíkur eða aðra handgerða hluti þar sem þú getur skráð stærð, efni og þvottaleiðbeiningar.
8 merkimiðar eru á hverri blaðsíðu (A4) en að sjálfsögðu er hægt að prenta blaðsíðuna út eins oft og þurfa þykir.
Við mælum með að prenta miðana á a.m.k. 120 gr. pappír.
Miðarnir eru fáanlegir á íslensku og ensku.
Merkimiðarnir afhendast á pdf formi til niðurhals.