Lykkjur & Tákn

Upphafslykkja

Loftlykkja (ll)

Sláðu garninu upp á nálina og dragðu í gegnum lykkjuna sem er á nálinni.

 

Keðjulykkja (kl)

Í upphafi umferðar er nálinni stungið í 2. lykkju frá nál.
Stingdu nálinni í gegnum viðeigandi lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu upp á nálina og dragðu bandið í gegnum bæði lykkjuna úr fyrri umferð og lykkjuna á nálinni.

 

Fastalykkja (fl) 
Einnig nefnt fastapinni. 

Í upphafi umferðar er nálinni stungið í 2. lykkju frá nál.

Stingdu nálinni í gegnum lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu upp á nálinu og dragðu garnið í gegnum lykkjuna úr fyrri umferð (nú eru 2 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni.

 

Hálfur stuðull 

Í upphafi umferðar er nálinni stungið í 3. lykkju frá nál.

Sláðu garninu upp á nálina, stingdu nálinni í gegnum lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu garnið í gegnum gegnum lykkjuna úr fyrri umferð (nú eru 3 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum allar þrjár lykkjurnar á nálinni.

 

Stuðull (st)

Í upphafi umferðar er nálinni stungið í 4. lykkju frá nál.

Sláðu garninu upp á nálina, stingdu nálinni í gegnum lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu garnið í gegnum gegnum lykkjuna úr fyrri umferð (nú eru 3 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu upp á nálina og dragðu í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar á nálinni (nú eru 2 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni.

 

Tvöfaldur stuðull

Í upphafi umferðar er nálinni stungið í 5. lykkju frá nál.

Sláðu garninu tvisvar upp á nálina, stingdu nálinni í gegnum lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum lykkjuna úr fyrri umferð (nú eru 4 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu upp á nálina og dragðu í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar á nálinni (nú eru 3 lykkjur á nálinni).
Sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum fyrstu tvær lykkjurnar á nálinni (nú eru 2 lykkjur eftir á nálinni).
Sláðu garninu enn einu sinni upp á nálina og dragðu í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni.

 

Töfralykkja 

Myndaður er hringur eins og sýnt er á myndum 1 til 4. Fastalykkjur eru síðan heklaðar inn í hringinn. Þegar búið er að hekla þann fjölda fastalykkja  í hringinn sem uppskrift segir til um er togað í endann á garninu svo hringurinn þrengist og ekkert gat verður í hringnum. 

Útaukning

Heklaðar eru tvær lykkjur (eða fleiri ef við á) í lykkju úr fyrri umferð. 

 

Úrtaka

Stingdu nálinni í gegnum lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu upp á nálina og dragðu garnið í gegnum lykkjuna úr fyrri umferð (nú eru 2 lykkjur á nálinni). Stingdu nálinni í gegnum næstu lykkju úr fyrri umferð, sláðu garninu upp á nálina og dragðu garnið í gegnum lykkjuna (nú eru 3 lykkjur á nálinni). 
Sláðu garninu aftur upp á nálina og dragðu í gegnum allar þrjár lykkjurnar á nálinni.

 

Úrtaka, ósýnileg

Í fígúruhekli (amigurumi) er yfirleitt notast við ósýnilega úrtöku. 

Hekluð er fastalykkja með því að þræða nálinni fyrst í gegnum fremri hluta  á næstu tveimur lykkjum. Garninu er síðan slegið upp á nálinu og dregið í gegnum báðar lykkjurnar (þá eru 2 lykkjur á nálinni). Garninu er aftur slegið upp á ´nalina og dregið í gegnum báðar lykkjurnar á nálinni.