Skilmálar

Almennt

Lykkja.is áskilur sér rétt til að breyta verðupplýsingum og getur verð breyst án fyrirvara. Lykkja.is áskilur sér einnig rétt til þess að hætta við pantanir án fyrirvara.

 

Vörur og skilaréttur

Uppskriftir
Uppskriftir og aðrar rafrænar vörur eru sendar á PDF formi á uppgefið netfang þegar staðfesting á greiðslu hefur borist. 
Uppskriftir eru eingöngu til einkanota. Það er með öllu óheimilt að fjölfalda eða dreifa uppskriftum, hvort sem er á prenti eða rafrænu formi. Heimilt er að selja vörur eftir uppskriftum Lykkja.is ef greint er frá því hvaðan uppskriftin er. 
Skilaréttur á ekki við um rafrænar uppskriftir.
Allar uppskriftir hafa verið prufuheklaðar áður en þær fara í sölu til þess að takmarka villur eins og hægt er. Ef viðskiptavinur verður áskynja um villur eða óskýrleika óskum við eftir að ábendingar þess efnis berist á lykkja.is@gmail.com. Ef leiðréttingar eru gerðar á uppskriftum fá viðskiptavinir uppfærðar útgáfur afhentar á það netfang sem gefið var upp í kaupferlinu. 

 

Leikföng og aðrar vörur

Vörum er dreift með Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu. Sendingakostnaður er reiknaður í greiðsluferli og er kostnaðurinn í samræmi við verðskrá Dropp á hverjum tíma. Frí heimsending er á pöntunum ef verslað er fyrir 5.000 kr.

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaup.

 

Greiðslur

Lykkja.is býður viðskiptavinum upp á að greiða fyrir vörur með kortagreiðslu eða bankamillifærslu. Kortagreiðslur fara fram í gegnum greiðslusíðu Teya.

Bent er á að afhending á vörum sem greiddar eru með millifærslu geta tekið lengri tíma þar sem það ferli er ekki sjálfvirkt. 



Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar verða ekki afhentar óviðkomandi undir neinum kringumstæðum. Kaupanda gefst hins vegar kostur á að fá send tilboð í tölvupósti og mun seljandi þá aðeins nota þær upplýsingar sem til þess þarf, s.s. póstfang. 



Lög og varnarþing

Íslensk lög eiga við um viðskiptin og varnarþing seljanda er héraðsdómur Reykjavíkur.